Tryggvi spilaði í tapi gegn Real Madrid

Tryggvi Snær Hlinason skoraði eitt stig fyrir Obradoiro í dag.
Tryggvi Snær Hlinason skoraði eitt stig fyrir Obradoiro í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tryggvi Snær Hlinason skoraði 1 stig og tók 2 fráköst þegar lið hans Obradoiro tapaði 86:73 fyrir Real Madrid á heimavelli sínum í spænsku efstu deildinni í körfuknattleik í dag. Real Madrid vann fyrsta og annan leikhlutann með miklum yfirburðum og var staðan 53:36 í hálfleik og lagði það grunninn að sigri Real Madrid.

Tryggvi spilaði í tæpar átta mínútur í leiknum en Obradoiro er í ellefta sæti deildarinnar með 4 stig eftir fyrstu fimm leiki sína. Real Madrid er í efsta sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki.

mbl.is