Fer ekki úr þessari treyju (myndskeið)

Michael Jordan fylgist með keppninni um Ryder bikarinn á dögunum.
Michael Jordan fylgist með keppninni um Ryder bikarinn á dögunum. AFP

Aðdáendur Michael Jordan eru tryggir og finnast víða um heim. Einn slíkur hefur nú ratað í fjölmiðla vestan hafs eftir að hafa látið húðflúra treyju Jordans á líkama sinn. 

Auðveldara er að virða útkomuna fyrir sér í meðfylgjandi myndskeiði sem bandaríski miðililnn Bleacher Report birti. 

Michael Jordan varð tvöfaldur ólympíumeistari í körfuknattleik og sexfaldur NBA-meistari. Ekki virðist skipta miklu máli þótt langt sé síðan Jordan lagði skóna á hilluna. 

mbl.is