Dinkins með 51 stig í sigri á Breiðabliki

Britanny Dinkins átti ótrúlegan leik fyrir Keflavík.
Britanny Dinkins átti ótrúlegan leik fyrir Keflavík. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Hin bandaríska Brittanny Dinkins átti ótrúlegan leik fyrir Keflavík í 85:78-sigri á Breiðabliki á útivelli í síðasta leik kvöldsins í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Dinkins skoraði 51 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. 

Breiðablik var skrefinu á undan stærstan hluta leiks og var staðan í hálfleik 50:44, Breiðabliki í vil. Breiðablik var svo þremur stigum yfir fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, en í honum voru bikarmeistararnir sterkari. Dinkins sem skoraði 14 síðustu stig Keflavíkur og vann leikinn nánast upp á sitt einsdæmi. 

Kelly Faris skoraði 24 stig og tók 17 fráköst fyrir Breiðablik og Ragnheiður Björk Einarsdóttir skoraði 18 stig. Keflavík er í fjórða sæti með átta stig en Breiðablik er í botnsætinu án stiga. 

Breiðablik - Keflavík 78:85

Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 31. október 2018.

Gangur leiksins:: 7:4, 11:14, 13:21, 22:21, 35:23, 37:27, 42:36, 50:44, 50:51, 58:53, 62:61, 66:63, 68:66, 68:69, 70:76, 78:85, 78:85, 78:85.

Breiðablik: Kelly Faris 24/17 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 18, Sóllilja Bjarnadóttir 14/7 fráköst/10 stoðsendingar, Björk Gunnarsdótir 12/5 stoðsendingar, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 10.

Fráköst: 28 í vörn, 4 í sókn.

Keflavík: Brittanny Dinkins 51/13 fráköst/8 stoðsendingar, Embla Kristínardóttir 8/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 8, Bryndís Guðmundsdóttir 6/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Irena Sól Jónsdóttir 3, Birna Valgerður Benónýsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 1/6 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Gunnar Thor Andresson.

Áhorfendur: 150

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert