Bandarískur methafi til Vals

Heather Butler átti afar góðan feril í háskólaboltanum.
Heather Butler átti afar góðan feril í háskólaboltanum. Ljósmynd/tshf.net

Körfuknattleiksdeild Vals samdi í dag við bandaríska leikstjórnandann Heather Butler og mun hún leika með liðinu það sem eftir lifir leiktíðar ef að líkum lætur. Valur sagði upp samningi við löndu Butler, Brooke Johnson, á dögunum. 

Butler er 28 ára og hefur hún leikið í Póllandi sem og með Uppsala í efstu deild Svíþjóðar á undanförnum árum. Hún hefur leikið sem atvinnumaður síðan hún kláraði Tennessee Martin-skólann í heimalandinu árið 2014. 

Árið 2014 var hún valin íþróttamaður ársins í Tennessee-skólanum og skoraði hún tíu stig eða meira í 128 leikjum í röð, sem er met í háskólaboltanum. Hún skoraði svo tvívegis 44 stig í leik, sem er skólamet. 

Ekki er víst hvort Butler verði klár fyrir leik Vals gegn Snæfelli í kvöld. Karfan.is greindi frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert