Fimmti sigur Keflavíkur í röð

Michael Craion og Keflavík eru á góðri siglingu.
Michael Craion og Keflavík eru á góðri siglingu. Árni Sæberg

Keflavík vann sinn fimmta sigur í röð í Dominos-deild karla í körfubolta er liðið fékk Breiðablik í heimsókn í 6. umferðinni í kvöld. Lokatölur urðu 88:80, Keflavík í vil.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en góður þriðji leikhluti lagði grunninn að sigri Keflavíkur. 

Michael Craion átti góðan leik fyrir Keflavík og skoraði 26 stig og tók tíu frákaust að auki. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 22 stig. Christian Covile skoraði 25 stig fyrir Breiðablik og Erlendur Ágúst Stefánsson skoraði 17 stig. 

Keflavík er með tíu stig og á toppi deildarinnar, en takist Tindastóli að vinna Grindavík verða þau jöfn á stigum. Breiðablik er í 10. sæti og með Þór Þ. og Val á botni deildarinnar. 

Keflavík - Breiðablik 88:80

Blue-höllin, Úrvalsdeild karla, 08. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 4:6, 6:11, 14:16, 18:21, 24:30, 28:33, 32:37, 39:44, 42:48, 49:58, 59:61, 67:62, 74:64, 76:73, 85:76, 88:80.

Keflavík: Michael Craion 26/10 fráköst/5 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/6 fráköst/7 stoðsendingar, Javier Seco 15/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 10, Gunnar Ólafsson 7/4 fráköst, Reggie Dupree 4/4 fráköst, Magnús Már Traustason 2, Sigurþór Ingi Sigurþórsson 2.

Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.

Breiðablik: Christian Covile 25/9 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 17, Snorri Vignisson 15/11 fráköst, Hilmar Pétursson 8/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 7/4 fráköst, Jure Gunjina 4/8 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 3, Sveinbjörn Jóhannesson 1.

Fráköst: 25 í vörn, 19 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Johann Gudmundsson, Einar Þór Skarphéðinsson.

Áhorfendur: 300

mbl.is