Þriðji sigur ÍR kom í Þorlákshöfn

ÍR vann sterkan sigur á Þór Þ. í kvöld.
ÍR vann sterkan sigur á Þór Þ. í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

ÍR-ingar unnu sinn þriðja sigur á tímabilinu í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld er liðið gerði góða ferð til Þorlákshafnar og vann Þór, 92:88, í jöfnum og spennandi leik. 

Staðan í hálfleik var 44:42, Þór í vil, og hélt jafnræðið áfram í síðari hálfleik og munað sjaldnast meira en fjórum stigum á liðunum. Að lokum voru það ÍR-ingar sem voru sterkari þegar mest var undir. 

Justin Martin átti góðan leik fyrir ÍR og skoraði 27 stig og Gerald Robinson skoraði 18 stig. Nikolas Tomsick skoraði 23 fyrir Þór og Halldór Garðar Hermannsson 21 stig.

ÍR fór upp fyrir Skallagrím og upp í sjötta sæti deildarinnar með sigrinum en Þór Þ. er ásamt Breiðabliki og Val við botninn með aðeins tvö stig. 

Þór Þ. - ÍR 88:92

Icelandic Glacial-höllin, Úrvalsdeild karla, 8. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 6:2, 10:12, 16:18, 23:22, 27:27, 31:32, 38:35, 44:42, 51:47, 54:49, 56:56, 65:63, 70:71, 80:75, 83:83, 88:92.

Þór Þ.: Nikolas Tomsick 23/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 21, Kinu Rochford 18/11 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Emil Karel Einarsson 10/4 fráköst, Gintautas Matulis 7/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 6/6 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 2 í sókn.

ÍR: Justin Martin 27/7 fráköst/5 stoðsendingar, Gerald Robinson 18/12 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/15 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 6/4 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Trausti Eiríksson 5.

Fráköst: 31 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Gunnlaugur Briem, Friðrik Árnason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert