Tindastóll vann háspennuslag

Tindastóll er á toppnum ásamt Keflavík.
Tindastóll er á toppnum ásamt Keflavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tindastóll verður ásamt Keflavík á toppi Dominos-deildar karla í körfubolta í nótt eftir 71:70-sigur á Grindavík í háspennuleik á Sauðárkróki í kvöld. Grindavík var með 42:32-forystu í hálfleik, en Tindastóli tókst að jafna metin í 2. leikhluta og sigla sigri í hús eftir æsispennandi lokamínútur. 

Grindavík gat jafnað í síðustu sókninni en Ólafi Ólafssyni brást bogalistin og klikkaði á skoti í þann mund sem leiktíminn rann út. Urald King var stigahæstur með 23 stig og tók hann 14 frákast að auki. Jordy Kuiper skoraði 17 stig fyrir Grindavík. 

Grindvíkingar hafa ekki farið vel af stað og eru í 9. sæti með aðeins fjögur stig eftir sex leiki. 

Tindastóll - Grindavík 71:70

Sauðárkrókur, Úrvalsdeild karla, 8. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 2:2, 7:11, 11:17, 13:24, 20:26, 25:26, 32:30, 32:42, 40:44, 45:46, 50:51, 57:57, 63:57, 65:60, 66:60, 71:70.

Tindastóll: Urald King 23/14 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 12, Danero Thomas 12/8 fráköst, Dino Butorac 11/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 10/7 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 2, Viðar Ágústsson 1/4 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

Grindavík: Jordy Kuiper 17/9 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 16/4 fráköst, Tiegbe Bamba 15/13 fráköst, Lewis Clinch Jr. 14, Ólafur Ólafsson 6/10 fráköst, Johann Arni Olafsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson.

Áhorfendur: 450

mbl.is