Haukar unnu í háspennuleik

Matej Buovac sækir að körfu Hauka en Haukur Óskarsson er …
Matej Buovac sækir að körfu Hauka en Haukur Óskarsson er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar unnu í kvöld 82:80-sigur á Skallagrími í 6. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Mikil spenna var í leiknum fram að lokaflautinu.

Haukar voru tíu stigum yfir eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik, 46:36, en staðan var jöfn eftir 3. leikhluta, 67:67.

Óhætt er að segja að bæði lið hafi gert mikið af mistökum á lokamínútum leiksins en þriggja stiga karfa Hilmars Smára Henningssonar, þegar enn voru þrjár og hálf mínúta eftir, reyndist síðasta og þar með sigurkarfa leiksins. Sókn eftir sókn fór í súginn hjá báðum liðum og Bandaríkjamaðurinn Aundre Jackson gerðist sérstaklega sekur um mistök fyrir gestina sem fóru stigalausir heim til Borgarness.

Hilmar Smári var atkvæðamestur Hauka með 23 stig, sjö stoðsendingar og eitt frákast. Hjálmar Stefánsson lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og skoraði 18 stig fyrir Hauka, tók sjö fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Hjá Skallagrími voru Jackson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson stigahæstir með 23 stig hvor, en Jackson tók auk þess 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Björgvin tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert