Unnur Tara kölluð í landsliðið

Unnur Tara Jónsdóttir hefur skorað átta stig að meðaltali með ...
Unnur Tara Jónsdóttir hefur skorað átta stig að meðaltali með KR í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Unnur Tara Jónsdóttir var í dag boðuð til æfinga hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfuknattleik en þetta kemur fram í tilkynningu sem KKÍ sendi frá sér í morgun. Unnur Tara leikur með KR í Dominos-deildinni og hefur hún farið vel stað með nýliðunum á þessari leiktíð. Unnur hefur skorað 8 stig að meðaltali í leik á tímabilinu, tekið sex fráköst og gefið eina stoðsendingu.

Ísland mætir Slóvakíu og Bosníu í lokaleikjum sínum í undankeppni EM 17. nóvember og 21. nóvember næstkomandi en báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll. Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðsins, valdi fjórtán manna æfingahóp í vikunni en Unnur Tara hefur ný bæst í þann hóp.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Berglind Gunnarsdóttir, Snæfell
Birna Valgerður Benónýsdóttir, Keflavík
Bríet Sif Hinriksdóttir, Stjarnan
Embla Kristínardóttir, Keflavík
Guðbjörg Sverrisdóttir, Val
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell
Hallveig Jónsdóttir, Valur
Helena Sverrisdóttir, Cegléd
Hildur Björg Kjartansdóttir, Celta Vigo
Ragnheiður Benónísdóttir, Stjarnan
Sigrún Björg Ólafsdóttir, Haukar
Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, Skallagrímur
Sóllilja Bjarnadóttir, Breiðablik
Unnur Tara Jónsdóttir, KR
Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar

mbl.is