Nýliðarnir upp að hlið toppliðsins

Nýliðar KR eru búnir að spila afar vel.
Nýliðar KR eru búnir að spila afar vel. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Gott gengi KR í Dominos-deild kvenna í körfubolta hélt áfram í kvöld er liðið vann Íslandsmeistara Hauka á heimavelli, 69:61. Staðan í hálfleik var 34:29, KR í vil og tókst Haukum ekki að jafna leikinn í seinni hálfleik. 

Kiana Johnson skoraði 26 stig fyrir KR og Orla O'Reilly bætti við 15 stigum og 11 fráköstum. LeLe Hardy skoraði 27 stig fyrir Hauka og tók hún 14 fráköst. 

Með sigrinum fór KR upp í tólf stig og upp að hlið toppliðs Snæfells sem á leik til góða. Haukar eru í sjötta sæti með fjögur stig. 

KR - Haukar 69:61

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 10. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 6:2, 8:7, 10:9, 17:19, 19:19, 19:25, 23:29, 34:29, 39:33, 43:36, 49:38, 53:45, 58:47, 62:56, 69:60, 69:61.

KR: Kiana Johnson 26/8 fráköst/7 stoðsendingar, Orla O'Reilly 15/11 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 14/11 fráköst, Vilma Kesanen 8, Ástrós Lena Ægisdóttir 4, Perla Jóhannsdóttir 2/7 stoðsendingar.

Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn.

Haukar: LeLe Hardy 27/14 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/7 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 7, Sigrún Björg Ólafsdóttir 5/5 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 5, Magdalena Gísladóttir 3, Bríet Lilja Sigurðardóttir 3, Rósa Björk Pétursdóttir 3.

Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Aðalsteinn Hjartarson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert