Cook nýtti tækifærið í fjarveru Curry

Antonio Blakeney og Tristan Thompson berjast um boltann í leik …
Antonio Blakeney og Tristan Thompson berjast um boltann í leik Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers, sem Bulls unnu með eins stigs mun. AFP

Quinn Cook gekk vel að fylla í skarðið fyrir meiddan Stephen Curry þegar Golden State Warriors stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu Brooklyn Nets með 116:100-sigri í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Curry meiddist í nára á fimmtudag í tapleiknum gegn Milwaukee Bucks. Cook fékk því að láta ljós sitt skína og hann hitti úr fyrstu sjö skotum sínum í leiknum, skoraði 19 stig í fyrri hálfleiknum og alls 27 stig í leiknum. Þeir Kevin Durant drógu vagninn fyrir Warriors en Durant skoraði 28 stig.

LeBron James skoraði 25 stig þegar Los Angeles Lakers unnu 101:86-sigur á Sacramento Kings. Með sigrinur sigurhlutfall Lakers í vetur komið í 50%, en liðið hefur unnið sex leiki og tapað sex.

Úrslit laugardags:
Toronto – New York 128:112
Miami – Washington 110:116
San Antonio – Houston 96:89
Sacramento – LA Lakers 86:101
LA Clippers – Milwaukee (e. framl.) 128:126
Chicago – Cleveland 99:98
Golden State – Brooklyn 116:100
New Orleans – Phoenix 119:99
Memphis – Philadelphia (e. framl.) 112:106
Dallas – Oklahoma 111:96

Quinn Cook á ferðinni, fyrr á leiktíðinni.
Quinn Cook á ferðinni, fyrr á leiktíðinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert