40 stig hjá James Harden

James Harden með boltann en til varnar er Victor Oladipo.
James Harden með boltann en til varnar er Victor Oladipo. AFP

James Harden er illviðráðanlegur þegar hann kemst í stuð og í nótt skoraði hann 40 stig fyrir Houston Rockets í sigri á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfuknattleik. Los Angeles Lakers gengur betur eftir að reynsluboltinn Tyson Chandler gekk til liðs við Lakers á dögunum. 

Houston vann Indiana á heimavelli 115:103 og lagaði aðeins vinningshlutfallið sitt en Houston hefur unnið 5 leiki af fyrstu 12. 

LA Lakers vann nauman 107:106 sigur á Atlanta Hawks í borg englanna. Sigurinn stóð tæpt en Chandler tókst að verja skot af stuttu færi á lokasekúndunni og tryggja þannig Lakers sigur. Chandler varði þrjú skot í leiknum en LeBron James var stigahæstur með 26 stig. Þeir félagarnir urðu saman ólympíumeistarar með bandaríska landsliðinu í London 2012. 

Andre Drummond tók 22 fráköst fyrir Detroit Pistons gegn Charlotte en það dugði ekki til því Charlotte hafði betur 113:103. 22 fráköst er ekki eitthvað sem sést oft hjá einum leikmanni í NBA og vel af sér vikið þótt ekki nái það þeim tölum sem Bill Russell og Wilt Chamberlain náðu í eina tíð. 

Úrslit: 

Detroit - Charlotte 113:103

Houston - Indiana 115:103

New York - Orlando 115:89

Denver - Milwaukee 114:121

Portland - Boston 100:94

LA Lakers - Atlanta 107:106

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert