Nótt hinna óvæntu úrslita

Danilo Gallinari og Tobias Harris hjá LA Clippers unnu meistarana …
Danilo Gallinari og Tobias Harris hjá LA Clippers unnu meistarana í nótt. AFP

Óvænt úrslit urðu í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt því toppliðin Golden State Warriors og Toronto Raptors töpuðu bæði leikjum sínum. 

Meistararnir í Golden State heimsóttu Clippers til Los Angeles og urðu að játa sig sigraða eftir framlengingu 121:116. Lou Williams skoraði 25 stig fyrir Clippers sem lék án Króatans snjalla Milos Teodosic. Stephen Curry var á hinn bóginn ekki með Golden State. Kevin Durant skoraði 33 stig og var með þrefalda tvennu. 

Golden State hefur unnið ellefu leiki og tapað þremur en Toronto hefur aðeins tapað tveimur til þessa og unnið tólf. Toronto fór til New Orleans og tapaði þar fyrir Pelicans 126:110. Miðherjinn sterki Anthony Davis tók 20 fráköst fyrir New Orleans og skoraði 25 stig. Pascal Siacam var atvkæðamestur hjá Toronto með 22 stig en Kawhi Leonard skoraði 20 stig. 

Fleiri óvænt úrslit urðu því Sacramento Kings lagði San Antonio Spurs að velli í Kaliforníu 104:99 og lauk þar með fjórtán leikja taphrinu Sacramento. 

Úrslit:

Washington - Orlando 117:109

Miami - Philadelphia 114:124

Toronto - New Orleans 110:126

Chicago - Dallas 98:103

Memphis - Utah 88:96

Minnesota - Brooklyn 120:113

Oklahoma - Phoenix 118:101

Sacramento - San Antonio 104:99

LA Clippers - Golden State 121:116

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert