Flottur íslenskur sigur á Tyrkjum

Íslenska U19 ára liðið fór vel af stað.
Íslenska U19 ára liðið fór vel af stað. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U19 ára landslið karla í fótbolta vann góðan 2:1-sigur á Tyrkjum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 19 ára og yngri. Ísland er í 5. riðli undankeppninnar, sem er leikinn í Tyrklandi. 

Brynjólfur Darri Willumsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 39. mínútu og varamaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen bætti við marki á 84. mínútu. Yunus Akgun minnkaði muninn í uppbótartíma og þar við sat. 

Íslenska liðið mætir Englandi á laugardaginn kemur í öðrum leik sínum, en England vann Moldóvu í dag, 4:0. Efstu tvö lið riðilsins fara áfram í milliriðil. 

Byrjunarlið Íslands:
Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
Hjalti Sigurðsson
Atli Barkarson
Aron Ingi Andreasson
Ísak Óli Ólafsson
Þórir Jóhann Helgason
Ísak Snær Þorvaldsson
Birkir Heimisson
Brynjólfur Darri Willumsson
Stefán Árni Geirsson
Sævar Atli Magnússon

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert