Golden State sigraði án Curry

Kevin Durant.
Kevin Durant. AFP

Eftir óvænt tap aðfaranótt þriðjudags komust meistararnir í Golden State Warriors á sigurbraut á ný í NBA-körfuboltanum í nótt og lögðu Atlanta Hawks að velli í Georgíuríki 110:103.  

Kevin Durant er í stuði þessa dagana og skoraði hann 29 stig fyrir Golden State sem var án Stephens Curry og Draymond Green. Golden State hefur unnið tólf leiki af fimmtán og er sigurstranglegasta liðið eins og undanfarin ár. Útlit er fyrir erfiðan vetur hjá Atlanta sem aðeins hefur unnið þrjá leiki af fjórtán. Taurean Prince var stigahæstur hjá Atlanta með 22 stig. 

Houston hafði betur gegn Denver í Colorado 109:99 og þar var Clint Capela stigahæstur með 24 stig fyrir Houston. Carmelo Anthony var ekki teflt fram og virðist hann vera á förum frá Houston. Monte Morris skoraði 19 stig fyrir Denver. 

Úrslit:

Golden State - Atlanta 110:103

Denver - Houston 99:109

Cleveland - Charlotte 113:89

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert