Kristófer Acox aftur í KR

Kristófer Acox er á leiðinni til KR á nýjan leik.
Kristófer Acox er á leiðinni til KR á nýjan leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, verður orðinn leikmaður KR á morgun. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, staðfesti þetta í samtali við karfan.is í dag. 

Kristófer byrjaði tímabilið með Denain í frönsku B-deildinni ásamt Elvari Má Friðrikssyni, en Elvar var leystur undan samningi í kjölfar þess að Kristófer ákvað að yfirgefa félagið. Elvar hefur verið orðaður við uppeldisfélagið sitt, Njarðvík. 

„Þetta hef­ur verið erfitt fyr­ir mig. Ég fékk matareitrun og er bú­inn að snúa mig á sama ökkla tvisvar á fjór­um vik­um. Svo er líka erfitt að koma á svona lít­inn stað, lítið bæj­ar­fé­lag þar sem lítið er um að vera og eng­inn tal­ar ensku. Mér hef­ur samt gengið vel hvað körfu­bolt­ann varðar í þeim leikj­um sem ég hef spilað,“ sagði Kristó­fer við mbl.is á dögunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert