Margrét hættir vegna veikinda

Margrét Sturlaugsdóttir.
Margrét Sturlaugsdóttir. Ljósmynd/Karfan.is

Margrét Sturlaugsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í körfuknattleik vegna veikinda. 

Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Blikum og þar kemur fram að leit standi yfir að nýjum þjálfara fyrir liðið sem leikur í úrvalsdeildinni. 

Tilkynningin er svohljóðandi: 

„Margrét Sturlaugsdóttir hefur óskað eftir því við félagið að fá að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks kvenna.

 Ákvörðun þessi er tekin af yfirvegun og í mesta bróðerni. Margrét hefur verið að glíma við erfið veikindi og ætlar nú að huga að heilsunni.

 Breiðablik vill þakka Margréti fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar henni alls hins besta í framtíðinni.

 Leit af nýjum þjálfara stendur nú yfir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert