Helena með Val út tímabilið

Bestu leikmenn Íslandsmótsins 2018 Kristófer Acox og Helena Sverrisdóttir eru …
Bestu leikmenn Íslandsmótsins 2018 Kristófer Acox og Helena Sverrisdóttir eru bæði komin aftur til Íslands eftir skamma dvöl erlendis í upphafi tímabilsins. mbl.is/Árni Sæberg

Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, skrifaði í hádeginu undir samning við Val um að leika með liðinu í Dominos-deildinni út keppnistímabilið. 

Helena hefur félagaskipti í Val úr ungverska liðinu Cegléd en Helena rifti samningi sínum við Cegléd vegna vanefnda. 

Helena er uppalin í Haukum og hefur unnið fjölmarga titla með liðinu. Varð síðast Íslandsmeistari  með liðinu í vor en reynir nú fyrir sér á nýjum slóðum. Á Hlíðarenda hittir hún fyrir systur sína Guðbjörgu sem leikið hefur með Val síðustu árin. 

Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikill liðsstyrkur Helena er fyrir Valsliðið sem getur nú gert atlögu að sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli fyrir alvöru. Hún er af mörgum talin vera besta körfuknattleikskona sem hefur komið á Íslandi og sú eina sem leikið hefur í Euroleague, Evrópukeppninni. Þegar Morgunblaðið stóð fyrir vali á Úrvalsliði Íslands í maí 2016 fékk Helena atkvæði hjá öllum 43 álitsgjöfunum og fékk atkvæði í allar stöðurnar á vellinum. 

Í fréttatilkynningu frá Val segir meðal annars: 

Með komu Helenu í Val er markmiðið sett hátt. Það er þó ekki síður mikilvægt að með komu Helenu sýnir Valur að félagið leggur mikinn metnað í starfið á öllum stigum. Helena mun, auk þess sem hún spilar með meistaraflokki félagsins, koma inn í öflugt teymi þjálfara barna- og unglingasviðs félagsins. Hún mun halda utan um stúlknaflokk og koma að Valsleiðinni sem snýr að efnilegum ungum leikmönnum félagsins.“

Helena Sverrisdóttir á landsliðsæfingu í Grafarvogi í vikunni.
Helena Sverrisdóttir á landsliðsæfingu í Grafarvogi í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert