Hildi líkar vel í Vigo

Hildur Björg Kjartansdóttir á landsliðsæfingu í Grafarvogi á þriðjudag en …
Hildur Björg Kjartansdóttir á landsliðsæfingu í Grafarvogi á þriðjudag en íslenska landsliðið mætir Ungverjalandi og Bosníu í Laugardalshöll á laugardag og miðvikudag. mbl.is/Árni Sæberg

Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, á góðu gengi að fagna í upphafi keppnistímabilsins á Spáni þar sem hún leikur með Celta Zorka í b-deildinni.

Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, á góðu gengi að fagna í upphafi keppnistímabilsins á Spáni þar sem hún leikur með Celta Zorka í b-deildinni. Liðið hefur unnið alla sex leiki sína til þessa.

„Já, mér hefur gengið vel og líður mjög vel hjá félaginu. Við erum með eitt sterkasta liðið í b-deildinni og félagið ætlar sér að koma liðinu upp í efstu deild á ný. Við erum með góðan þjálfara og æfum vel þannig að ég sé fram á að bæta mig mikið í vetur. Þetta lítur vel út eins og er og við þurfum að halda áfram á sama róli,“ sagði Hildur og hún er í stóru hlutverki inni á vellinum og lætur að sér kveða.

„Já, ég lagði upp með að komast í þá stöðu þegar ég valdi mér lið. Ég er á þeim stað á mínum ferli að ég þarf að fá að spila og átta mig á hvernig leikmaður ég vil vera. Þetta er góður staður fyrir mig.“

Viðtalið við Hildi í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert