Mikið áfall fyrir Lakers

Rajon Rondo spilar ekki næstu leiki með Lakers.
Rajon Rondo spilar ekki næstu leiki með Lakers. AFP

Bandaríska körfuboltaliðið Los Angeles Lakers varð fyrir áfalli í nótt er leikstjórnandinn Rajon Rondo handarbrotnaði í sigrinum á Portland. Rondo lenti illa í gólfinu í fjórða leikhlutanum og þurfti að fara af velli. 

Rondo verður frá keppni í um fjórar vikur vegna meiðslanna. Rondo hefur byrjað á varamannabekk Lakers í síðustu leikjum, en hann þurfti að taka út þriggja leikja bann fyrir slagsmál á móti Houston fyrr á tímabilinu. 

Lonzo Ball nýtti sér fjarveru Rondo og tók byrjunarliðssætið af honum, en Rondo hefur komið sterkur inn af bekknum að undanförnu. Rondo gekk í raðir Lakers frá New Orleans Pelicans fyrir tímabilið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert