Ekki árennilegir með Elvar

Elvar Már Friðriksson leikur á ný með Njarðvík í kvöld ...
Elvar Már Friðriksson leikur á ný með Njarðvík í kvöld og hér sækir hann að körfu Grindvíkinga. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvíkingar unnu verðskuldaðan sigur gegn Grindavík í kvöld en leikið var í Mustad-höll Grindvíkinga í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Niðurstaða kvöldsins varð  79:90 en Njarðvíkingar voru með forystu allan tímann og sigurinn verðskuldaður. 

Með komu Elvars Más Friðrikssonar í lið Njarðvíkinga er liðið ekki árennilegt fyrir andstæðinga sína.  Það var ekki að sjá að koma hans í liði riðlaði leik liðsins að neinu leyti enda þekkt stærð fyrir þá grænklæddu.  Elvar endaði kvöldið með 15 stig í sínum fyrsta leik fyrir Njarðvík í rúm 4 ár.

Grindvíkingar börðust framan af leik en ákveðinn doði virtist renna á liðið undir lok leiksins og virtust þeir aldrei vera með þá trú að þeir gætu tekið sigur í leiknum.  Þeirra lang besti maður í kvöld var Jordy Kuiper og endaði hann leik með 24 stig. 

Hjá Njarðvík er erfitt að tína til einstaklinga þó stigahæstur þeirra hafi verið Mario Matasovic.  Engin leikmaður spilaði yfir 30 mínútur sem er í raun óheyrt í deildinni.  Minnast þarf þó á leikmann sem tölfræðiblaðið segir lítið um þetta kvöldið en það er Jón Arnór Sverrisson. Margir spáðu jafnvel að hans hlutverki í Njarðvík væri lokið við komu Elvars en Jón Arnór mætti til leiks með hörku varnarleik á bæði Sigtrygg Arnar Björnsson landsliðsmann og Lewis Clinch sem voru báðir langt frá sínu besta í kvöld. 

Grindavík - Njarðvík 79:90

Mustad-höllin, Úrvalsdeild karla, 16. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 4:11, 9:13, 13:24, 20:26, 24:31, 29:34, 34:40, 38:45, 44:49, 49:56, 55:63, 61:72, 63:77, 66:82, 71:86, 79:90.

Grindavík: Jordy Kuiper 24/6 fráköst, Tiegbe Bamba 18, Lewis Clinch Jr. 12/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 11/10 fráköst, Johann Arni Olafsson 6, Sigtryggur Arnar Björnsson 6, Kristófer Breki Gylfason 2.

Fráköst: 21 í vörn, 9 í sókn.

Njarðvík: Mario Matasovic 20/10 fráköst/4 varin skot, Jeb Ivey 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 15/5 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 14, Logi Gunnarsson 12, Ólafur Helgi Jónsson 7/5 fráköst, Julian Rajic 4, Kristinn Pálsson 3/6 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Áhorfendur: 300

Grindavík 79:90 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is