Houston burstaði Golden State

James Harden er illviðráðanleugr.
James Harden er illviðráðanleugr. AFP

Houston Rockets vann stórsigur 107:86 á meistaraliðinu Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt en Golden State er enn án Stephens Curry sem er meiddur í nára. 

James Harden átti enn einn stórleikinn fyrir Houston og skoraði 27 stig að þessu sinni en Carmelo Anthony er úti í kuldanum hjá Houston eins og fyrr í vikunni. Kevin Durant skoraði 20 stig fyrir Golden State en bandarískir fjölmiðlar nudda Draymond Green nokkuð upp úr því hversu illa honum gekk í leiknum. Skoraði ekki stig og tapaði boltanum fimm sinnum. 

Útlit er fyrir kaldan vetur í suðrinu í Georgíu. Atlanta Hawks steinlá 138:93 gegn Denver en einungis þrisvar sinnum í sögu félagsins hefur Denver unnið stærri sigur í deildinni. 

Úrslit:

Houston - Golden State 107:86

Denver - Atlanta 138:93 

LA Clippers - San Antonio 116:111

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert