Kári á leið í aðgerð

Kári Jónsson.
Kári Jónsson. mbl.is/Árni Sæberg

Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, getur ekki leikið með íslenska landsliðinu gegn Belgíu í undankeppni EM í Laugardalshöllinni síðar í þessum mánuði. Kári er á leið í aðgerð vegna meiðsla og verður lengi frá. 

Kári greinir frá því á Facebook að hann hafi lítið getað beitt sér síðustu sex vikurnar vegna meiðsla í hásin. Nú er svo komið að hann þarf að fara í aðgerð og læknar Barcelona telja að hann verði frá í um það bil þrjá mánuði. 

Um er að ræða bólgur í hásinafestingum. Ýmislegt hafi verið reynt en nú sé svo komið að aðgerð sé besta leiðin til að ná bata. 

Færsla Kára í gær.
Færsla Kára í gær. Facebooksíða Kára
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert