Stórleikur hjá Jóni Axel

Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. AFP

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti stórleik fyrir Davidson í Bandaríkjunum í nótt. 

Jón skoraði 33 stig þegar Davidson lagði Wichita State að velli 57:53 í háskólakörfuboltanum en þar er keppnistímabilið að fara af stað. Var Jón langstigahæsti maður Davidson enda gerði hann meira en helming stiga liðsins. 

Frammistaðan í nótt var persónulegt met hjá Jóni í stigaskorun í leik í Bandaríkjunum. Grindvíkingurinn nýtti skot sín afar vel og hitti úr 9 af 14 innan teigs og setti niður 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum. Hann tók 8 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal boltanum einu sinni. 

Davidson leikur í Atlantic 10 riðlinum í efstu deild NCAA og komst liðið í úrslitakeppnina í fyrra sem kölluð er March Madness þar vestra. Jón var stigahæsti maður Davidson í síðasta leik liðsins á síðasta tímabili þegar liðið féll úr keppni gegn hinum kunna liði Kentucky-háskólans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert