Slóvakía fór illa með Ísland í Höllinni

Helena Sverrisdóttir í Laugardalshöllinni í dag. Leikmaður Slóvakíu sækir að …
Helena Sverrisdóttir í Laugardalshöllinni í dag. Leikmaður Slóvakíu sækir að henni. mbl.is/Hari

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er enn án sigur í A-riðli undankeppni Evrópumótsins eftir 82:52-tap fyrir Slóvakíu í Laugardalshöll í dag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, en slóvakíska liðið náði forskoti um miðbik fyrsta leikhluta sem það hélt út allan leikinn. 

Illa gekk að skora hjá báðum liðum í upphafi leiks en staðan var 6:6 þegar fyrsti leikhluti var tæplega hálfnaður.  Slóvakíska liðið tók hins við sér síðari hluta leikhlutans og var staðan eftir hann 22:14. Gestirnir héldu áfram að bæta í forskotið í 2. leikhluta og var staðan 32:18.

Íslenska liðið saxaði á forskotið undir lok fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik 43:31. Helena Sverrisdóttir skoraði tólf stig fyrir Ísland í hálfleiknum og Hildur Björg Kjartansdóttir átta. Nýliðinn Bríet Sif Hinriksdóttir gerði svo ágætlega og skoraði fjögur stig.

Íslenska liðið náði að minnka muninn í níu stig í þriðja leikhlutanum en Slóvakarnir voru með svör við flestu sem Ísland reyndi. Bæði lið skoruðu 15 stig í þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann því 58:46, Slóvakíu í vil.

Slóvakía var sterkari aðilinn í fjórða leikhlutanum og hélt áfram að bæta í forskotið, enda skoraði Ísland bara sex stig í leikhlutanum. Að lokum leit sannfærandi útisigur dagsins ljós. Ísland fær Svartfjallaland í heimsókn á miðvikudaginn kemur í lokaleik sínum í riðlinum. 

Ísland 52:82 Slóvakía opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert