Megum berja meira frá okkur

Hildur Björg með boltann í dag.
Hildur Björg með boltann í dag. mbl.is/Hari

„Við hefðum ekki átt að missa þær svona frá okkur í lokin. Við vorum með þær í 10-12 stigum stærstan hluta leiks. Það var fúlt að fá ekki fleiri stopp og skora aðeins meira," sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfubolta eftir 52:82-tap fyrir Slóvakíu í undankeppni EM í Laugardalshöll í dag. 

Slóvakíska liðið er býsna gott og skoraði íslenska liðið aðeins sex stig í síðasta leikhlutanum. 

„Vörnin var ágæt þótt við megum berja aðeins meira frá okkur, en það vantaði meira flæði í sóknina. Þær eru með rosalega góða menn í öllum stöðum og það er erfitt að sækja á þær en við þurfum líka að horfa betur á hvora aðra.

Maður lærir helling af svona leikjum. Þær eru stórar, sterkar og klárar og mér finnst þetta rosalega gaman þótt úrslitin séu svona. Við þurfum að læra af þessum leik og laga mistökin okkar."

Ísland mætir Svartfjallalandi í laugardalshöll á miðvikudaginn kemur í lokaleik riðilsins. 

„Það er annað stórt lið þá og við ætlum bókað að gera betur en við gerðum í dag," sagði Hildur Björg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert