Svekkjandi tap Nanterre

Haukur Helgi Pálsson náði sér ekki á strik með Nanterre …
Haukur Helgi Pálsson náði sér ekki á strik með Nanterre í dag. Ljósmynd/FIBA

Haukur Helgi Pálsson hafði hægt um sig og skoraði 3 stig fyrir Nanterre þegar liðið tapaði með 18 stigum á útivelli fyrir Limoges í frönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag. Leiknum lauk með 80:62-sigri Limoges en liðið er í harðri fallbaráttu.

Nanterre leiddi eftir fyrsta leikhluta, 22:18 en algjört hrun varð hjá liðinu í örðum leihluta sem tapaðist 22:9. Leikmenn Nanterre náðu sér ekki á strik í seinni hálfleik og Limoges fagnaði því sigri.

Haukur spilaði í rúmar 22. mínútur í dag en Nanterre er í áttunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með fimm sigra og fjögur töp eftir fyrstu níu leiki sína en Lyon-Villeurbanne er á toppi deildarinnar með 7 sigra og 2 töp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert