Annar tapleikur meistaranna í röð

Klay Thompson var besti leikmaður Golden State Warriors í nótt …
Klay Thompson var besti leikmaður Golden State Warriors í nótt og skoraði 37 stig. AFP

Meistaralið Golden State Warriors mátti sætta sig við sitt annað tap í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar liðið heimsótti Dallas Mavericks. Leiknum lauk með þriggja stiga sigri Dallas, 112:109, en þeir Harrison Barnes og Luka Doncic voru atkvæðamestir í liði Dallas.

Barnes skoraði 23 stig, tók átta fráköst og gaf eina stoðsendingu. Doncic skoraði 24 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.Hjá Golden State var Klay Thompson stigahæstur með 37 stig. Þá skoraði Kevin Durant 36 stig, tók fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Golden State hefur unnið 12 leiki í deildinni til þessa og tapað 5.

LeBron James hafði hægt um sig í þrettán stiga tapi Los Angeles Lakers á útivelli fyrir Orlando Magic en LeBron skoraði 22 stig, tók fjögur fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Lakers er með 8 sigra og 7 töp á bakinu eftir fyrstu fimmtán leiki sína.

Öll úrslit næturinnar:

Brooklyn Nets 119:127 Los Angeles Clippers
Charlotte Hornets 119:122 Philadelphia 76ers (frl.)
Indiana Pacers 97:89 Atlanta Hawks
Orlando Magic 130:117 Los Angeles Lakers
New Orleans Pelicans 125:115 Denver Nuggets
Boston Celtics 86:98 Utah Jazz
Chicago Bulls 83:122 Toronto Raptos 
Houston Rockets 132:112 Sacramento Kings
Dallas Mavericks 112:109 Golden State Warriors
Phoenix Suns 100:110 Oklahoma City Thunder

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert