Lyfjamisferli í efstu deild

Rúv greindi frá því á vef sínum í gær að leikmaður í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, hefði fallið á lyfjaprófi sem tekið var um miðjan október.

Málið er skammt á veg komið og ekki liggur fyrir hvenær lyfjaeftirlitsnefnd lyfjaeftirlits Íslands mun sækja málið en niðurstöður greiningar eru gjarnan sendar til framkvæmdaaðila lyfjaeftirlitsins og Wada, alþjóðalyfjaeftirlitsins, innan fjögurra til sex vikna. Morgunblaðið hefur fengið staðfest að frétt RÚV sé rétt en þar er þess ekki getið um hvaða leikmann er að ræða eða með hvaða liði hann spilar. Ekki kom heldur fram hvað viðkomandi hefði innbyrt sem varð þess valdandi að hann stóðst ekki lyfjapróf.

Ekki er langt síðan refsingar voru þyngdar hjá alþjóðalyfjaeftirlitinu við fyrsta brot og er refsiramminn sá sami hjá dómstóli ÍSÍ og hérlendis ber mönnum að fylgja því. Refsingin fyrir brot á lyfjareglu að yfirlögðu ráði er nú umtalsverð eða fjögurra ára keppnisbann. Eftir að sú breyting kom til hafa fallið dómar varðandi keppendur í íshokkíi og krossfit sem fengu fjögurra ára dóma. Fordæmið er því fyrir hendi.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert