Góð byrjun dugði skammt

Hildur Björg Kjartansdóttir fór mikinn í fyrsta leikhluta og skorar …
Hildur Björg Kjartansdóttir fór mikinn í fyrsta leikhluta og skorar hér körfu snemma leiks. mbl.is/Eggert

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mátti þola 74:84-tap fyrir Bosníu í lokaleik liðsins í undankeppni EM í kvöld. Íslenska tapaði öllum sex leikjum sínum í undankeppninni og hafnar í neðsta sæti A-riðils. 

Íslenska liðið byrjaði gríðarlega vel og góður varnarleikur í bland við skynsaman og öruggan sóknarleik varð til þess að Ísland náði fljótt fínu forskoti. Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 13 stig í fyrsta leikhlutanum og var staðan eftir hann 26:13, Íslandi í vil.

Ísland hélt forskotinu framan af í öðrum leikhluta og var staðan 33:21 er leikhlutinn var hálfnaður. Gestirnir voru hins vegar mikið mun sterkari undir lok leikhlutans og komust yfir í fyrsta skipti í blálok fyrri hálfleiks, 42:41, en það var einmitt staðan í hálfleik.

Íslenska liðið komst fljótlega yfir í þriðja leikhlutanum, 47:44, en eins og í þriðja leikhlutanum varð Bosnía betri eftir sem leið á leikhlutann og var staðan 56:52, Bosníu í vil, fyrir síðasta leikhlutann.

Gestirnir voru sterkari í síðasta leikhlutanum og sjötta tapið í jafnmörgum leikjum í undankeppninni staðreynd. Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst allra með 27 stig. 

Ísland 74:84 Bosnía opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert