„Enginn neyðarfundur“

Ívar Ásgrímsson messar yfir leikmönnum sínum í gærkvöld.
Ívar Ásgrímsson messar yfir leikmönnum sínum í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ívar tilkynnti okkur þessa ákvörðun sína og við sýnum henni fullan skilning. Hann verður okkur örugglega áfram innan handar, við ráðningu nýs þjálfara og til að koma þeim þjálfara í nýtt hlutverk. Þetta var allt í mesta bróðerni,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við Morgunblaðið.

Ívar Ásgrímsson lýsti því yfir eftir að Ísland lauk þátttöku í undankeppni EM í gær að hann væri hættur sem þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta.

Samningur Ívars, sem einnig þjálfar karlalið Hauka, var að renna út og ætlar KKÍ að gefa sér góðan tíma í að ráða arftaka hans.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert