KR á toppinn eftir spennuleik

Perla Jónsdóttir úr KR með boltann en Heather Butler og …
Perla Jónsdóttir úr KR með boltann en Heather Butler og Hallveig Jónsdóttir úr Val verjast. mbl.is/Kristinn Magnússon

KR náði í kvöld tveggja stiga forystu í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik með því að sigra Val, 82:79, í æsispennandi leik í Vesturbænum.

KR er tveimur stigum á undan Keflavík og Snæfelli sem eiga leik til góða. Orla O’Reilly skoraði 29 stig fyrir KR, Kiana Johnson 20 og Ástrós Lena Ævarsdóttir 16 en Helena Sverrisdóttir skoraði 29 stig fyrir Val og Heather Butler 15.

Haukar lögðu Breiðablik að velli í uppgjöri neðstu liðanna á Ásvöllum, 80:63, og skildu Kópavogsliðið eftir eitt og yfirgefið á botninum með 2 stig. Haukakonur eru nú komnar með 6 stig eins og Skallagrímur, sem á leik til góða.

Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 23 stig fyrir Hauka, tók 11 fráköst og átti 11 stoðsendingar
þannig að hún náði þrefaldri tvennu. Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði 15 stig og Lele Hardy 13. Hjá Blikum var Kelly Faris atkvæðamest með 18 stig og 9 fráköst.

Leik Skallagríms og Keflavíkur sem fram átti að fara í Borgarnesi var frestað vegna veðurs.

Haukar - Breiðablik 80:63

Schenker-höllin, úrvalsdeild kvenna, 28. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 2:3, 7:8, 10:8, 18:13, 28:19, 36:26, 36:28, 42:32, 47:34, 51:39, 55:42, 60:47, 62:49, 66:53, 73:55, 80:63.

Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 23/11 fráköst/11 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 15/8 fráköst, LeLe Hardy 13/13 fráköst/8 stoðsendingar, Magdalena Gísladóttir 10, Bríet Lilja Sigurðardóttir 9/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 8/10 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 2.

Fráköst: 40 í vörn, 17 í sókn.

Breiðablik: Kelly Faris 18/9 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 15, Sanja Orazovic 10/8 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 9/9 fráköst, Björk Gunnarsdótir 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5.

Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 24

KR - Valur 82:79

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 28. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 0:2, 5:9, 16:13, 22:13, 22:17, 27:25, 34:30, 41:38, 48:44, 54:46, 61:54, 65:59, 65:64, 69:68, 75:76, 82:79.

KR: Orla O'Reilly 29/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kiana Johnson 20/12 fráköst/6 stoðsendingar, Ástrós Lena Ægisdóttir 16, Unnur Tara Jónsdóttir 9/4 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 5, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2, Vilma Kesanen 1/6 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Valur: Helena Sverrisdóttir 29/7 fráköst/5 stoðsendingar, Heather Butler 15/5 fráköst/8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 9/9 fráköst, Simona Podesvova 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6, Ásta Júlía Grímsdóttir 6/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhann Guðmundsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 180

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert