Valskonur stungu af í Smáranum

Heather Butler var stigahæst Valskvenna í kvöld.
Heather Butler var stigahæst Valskvenna í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valskonur unnu mjög öruggan sigur á Breiðabliki, 100:72, þegar liðin mættust í Smáranum í Kópavogi í kvöld í fyrsta leiknum í elleftu umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni.

Valur er þá kominn með 10 stig og náði Stjörnunni að stigum í fjórða til fimmta sæti deildarinnar. Blikastúlkur sitja áfram á botninum með aðeins 2 stig.

Leikurinn var jafn í fyrsta leik hluta og Blikar með forystuna um tíma. Valur sneri algjörlega blaðinu við í öðrum leikhluta, var 52:37 yfir í hálfleik og stakk af í þriðja leikhluta en staðan að honum loknum var 83:52.

Breiðablik - Valur 73:102

Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 05. desember 2018.

Gangur leiksins: 7:8, 18:16, 23:20, 24:27, 24:36, 28:40, 33:47, 37:52, 37:60, 40:68, 48:72, 52:83, 58:91, 61:95, 67:97, 73:102.

Breiðablik: Sanja Orazovic 20/5 fráköst, Kelly Faris 16/8 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 13/7 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9, Sóllilja Bjarnadóttir 6, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 4, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 3, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2.

Fráköst: 18 í vörn, 10 í sókn.

Valur: Heather Butler 22/7 fráköst/7 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 19/5 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 16/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 15/6 fráköst/6 stoðsendingar, Ásta Júlía Grímsdóttir 11/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 8, Kristín Alda Jörgensdóttir 7, Simona Podesvova 2/8 fráköst/8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 2/7 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 33 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Jóhann Guðmundsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 90

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert