Curry kemur sterkur til baka

LeBron James skoraði 42 stig í nótt í sigri Lakers.
LeBron James skoraði 42 stig í nótt í sigri Lakers. AFP

Stephen Curry kemur sterkur til baka í lið meistaranna í Golden State Warriors eftir meiðsli og hann fór mikinn með liðinu í nótt þegar það vann sigur gegn Cleveland Cavaliers 129:105 í nótt.

Curry skoraði 42 stig, setti niður níu þriggja stiga körfur, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 25 stig og tók 10 fráköst. Þetta var fyrsta heimsókn Golden State til Cleveland frá því í júní en þá tryggði liðið sér sigur gegn Cleveland í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn. Nýliðinn Collin Sexton var stigahæstur í liði Cleveland með 21 stig.

Paul George var í stuði í sigri Oklahoma gegn Brooklyn Nets. George skoraði 47 stig í leiknum og komu 25 þeirra í fjórða leikhlutanum og hann setti niður sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir. Russell Westbrook náði þrefaldri tvennu í 108. sinn en hann skoraði 21 stig, gaf 17 stoðsendingar og tók 15 fráköst.

LeBron James lét mikið að sér kveða í sigri Los Angeles Lakers gegn San Antonio Spurs 121:113. LeBron skoraði 42 stig og komu 20 þeirra í fjórða leikhlutanum. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði SA Spurs með 32 stig.

Úrslitin í nótt:

Toronto - Philadelpha 113:102
LA Lakers - SA Spurs 121:113
Atlanta - Washington 117:131
Brooklyn - Oklahoma 112:114
Memphis - LA Clippers 96:86
Milwaukee - Detroit 115:92
Minnesota - Charlotte 212:104
New Orleans - Dallas 132:106
Cleveland - Golden State 105:129
Orlando - Denver 118:124

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert