Keflavík fær smáfrið á toppnum

Brittany Dinkins hefur leikið afar vel með Keflavík í vetur.
Brittany Dinkins hefur leikið afar vel með Keflavík í vetur. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Keflavík vann Hauka í kvöld í 11. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta, 97:88. Keflavík er því með tveggja stiga forskot á KR og Snæfell á toppi deildarinnar en síðarnefndu liðin mætast í Stykkishólmi á laugardaginn.

Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hafa Keflavíkurkonur verið á flugi og unnið nú níu leiki í röð í deildinni. Þær byrjuðu líka af krafti í kvöld og komust í 19:6 og voru 34:25 yfir eftir fyrsta leikhluta. Jafnræði var með liðunum í 2. leikhluta og staðan í hálfleik 56:48. Keflavík komst í 76:66 í 3. leikhluta en Haukar löguðu stöðuna í 77:71 fyrir lokafjórðunginn. Þar höfðu Keflavíkurkonur hins vegar frumkvæðið allan tímann og lönduðu sigri.

Haukar eru í næstneðsta sæti deildarinnar með sex stig, líkt og Skallagrímur sem er sæti ofar og á leik til góða við Stjörnuna á laugardag. Breiðablik er neðst með tvö stig.

Brittany Dinkins hélt áfram að láta til sín taka með Keflavíkurliðinu og skoraði 34 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 17 stig og Embla Kristínardóttir 15 af bekknum. LeLe Hardy skoraði 29 stig fyrir Hauka og tók 14 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði 20 og Þóra Kristín Jónsdóttir 12.

Keflavík - Haukar 97:88

Blue-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 6. desember 2018.

Gangur leiksins: 10:6, 17:6, 27:13, 34:25, 36:32, 39:36, 51:41, 56:48, 60:48, 68:53, 72:63, 77:71, 83:76, 91:82, 93:82, 97:88.

Keflavík: Brittanny Dinkins 34/10 fráköst/11 stoðsendingar/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 17/9 fráköst, Embla Kristínardóttir 15/6 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 8, Erna Hákonardóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/4 fráköst/3 varin skot, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Birna Valgerður Benónýsdóttir 5.

Fráköst: 29 í vörn, 8 í sókn.

Haukar: LeLe Hardy 29/14 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 20/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 12, Bríet Lilja Sigurðardóttir 8, Sigrún Björg Ólafsdóttir 7/4 fráköst/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 6/4 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 3/5 fráköst, Magdalena Gísladóttir 3.

Fráköst: 21 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert