Fjórði sigur Boston í röð

Jaylen Brown að skora tvö af 21 stigi sínu gegn ...
Jaylen Brown að skora tvö af 21 stigi sínu gegn New York í nótt. AFP

Gömlu stórveldin Boston Celtics og New York Knicks áttust við í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þar sem Boston vann öruggan sigur 128:100 á heimavelli sínum í Boston Garden.

Þetta var fjórði sigur Boston í röð. Kyrie Irwing var stigahæstur í liði heimamanna en hann skoraði 22 stig og gaf 8 stoðsendingar. Jaylen Brown skoraði 21 stig gaf 10 stoðsendingar og Al Horford var með 19 stig og 12 fráköst. Tim Hardawau jr. var atkvæðamestur í liði New York en hann skoraði 22 stig í leiknum.

Portland Trailblazers rúllaði yfir lið Phoenix Suns 108:86 þar sem Damian Lillard skoraði 25 stig fyrir Boston og Jake Layman 24. Troy Daniels var stigahæstur í liði Phoenix með 15 stig.

Úrslitin í nótt:

Boston - New York 128:100
Portland - Phoenix 108:86
Utah - Houston 118:91

mbl.is