Eiður Smári vitni að óvæntum sigri

LeBron James á skot að körfu San Antonio í nótt.
LeBron James á skot að körfu San Antonio í nótt. AFP

Eftir átta tapleiki í röð vann Brooklyn Nets loks leik í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar Toronto Raptors komu í heimsókn í nótt. Eftir framlengingu voru það heimamenn í Nets sem unnu háspennusigur 106:105.

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, þakkaði Brooklyn Nets fyrir gestrisni á Instagram-síðu sinni og birtir myndir af sér á leiknum. Hvort hann geti nú talist lukkugripur liðsins skal ósagt látið, en í það minnsta er ljóst að sigurinn var langþráður.

Toronto er á toppi austurdeildar NBA og var því sigur Brooklyn nokkuð óvæntur, en topplið vesturdeildarinnar tapaði einnig. Charlotte Hornets vann þá topplið Denver Nuggets 113:107. Af öðrum úrslitum má nefna að 35 stig frá LeBron James dugðu ekki til fyrir Los Angeles Lakers sem tapaði fyrir San Antonio Spurs, 133:120. Þá unnu meistarar Golden State Warriors Milwaukee Bucks 105:95.

Öll úrslit næturinnar, og myndir af Instagram-síðu Eiðs Smára, má sjá hér að neðan.

Charlotte Hornets – Denver Nuggets 113:107
Detroit Pistons – Philadelphia 76ers 111:117
Orlando Magic – Indiana Pacers 90:112
Brooklyn Nets – Toronto Raptors 106:105
Cleveland Cavaliers – Sacramento Kings 110:129
Chicago Bulls – Oklahoma City Thunder 114:112
New Orleans Pelicans – Memphis Grizzlies 103:107
San Antonio Spurs – Los Angeles Lakers 133:120
Phoenix Suns – Miami Heat 98:115
Milwaukee Bucks – Golden State Warriors 95:105

Big thank you for great hospitality @brooklynnets 🙏

A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on Dec 7, 2018 at 9:48pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert