Kærkominn sigur hjá Stjörnunni

Shequila Joseph hjá Skallagrími með boltann í dag. Stjörnukonan Jóhanna …
Shequila Joseph hjá Skallagrími með boltann í dag. Stjörnukonan Jóhanna Björk Sveinsdóttir sækir að henni. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan vann góðan 73:62-heimasigur á Skallagrími í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag, eftir þrjá tapleiki í röð. Stjarnan var yfir allan leikinn, en Skallagrímur náði að minnka muninn í tvö stig í byrjun fjórða leikhluta. Stjörnukonur voru hins vegar sterkari á lokakaflanum. 

Danielle Rodriguez skoraði 23 stig og tók 13 fráköst fyrir Stjörnuna og Bríet Sif Hinriksdóttir, sem á dögunum lék sína fyrstu landsleiki, skoraði 16 stig. Maja Michalska og Shequila Joseph skoruðu 20 stig hvor fyrir Skallagrím. 

Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar með tólf stig en Skallagrímur í sjötta sæti með sex stig.

Stjarnan - Skallagrímur 73:62

Mathús Garðabæjar höllin, Úrvalsdeild kvenna, 08. desember 2018.

Gangur leiksins:: 2:3, 4:8, 12:12, 16:14, 22:18, 28:24, 35:27, 41:33, 46:37, 51:44, 56:47, 58:51, 58:52, 61:57, 62:60, 73:62.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 23/13 fráköst/8 stoðsendingar/4 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 16/4 fráköst, Maria Florencia Palacios 12/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/11 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 8/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 3, Sólrún Sæmundsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn.

Skallagrímur: Maja Michalska 20/5 fráköst, Shequila Joseph 20/14 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8, Ines Kerin 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bryesha Blair 4/6 fráköst/7 stoðsendingar, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2.

Fráköst: 20 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 100

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert