Sannfærandi hjá Keflavík gegn Þór

Gunnar Ólafsson í Keflavík sækir að körfu Þórsara í kvöld.
Gunnar Ólafsson í Keflavík sækir að körfu Þórsara í kvöld. Ljósmynd/Skúli Sigurðsson

Þórsarar áttu ekki mikinn möguleika gegn sterkum varnarleik Keflvíkinga í kvöld þegar liðin mættust í Blue-höll þeirra Keflvíkinga í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. 91:75 var lokastaða leiksins og sigurinn fyllilega verðskuldaður hjá heimamönnum. 

Það var fyrst og fremst varnarleikur Keflvíkinga sem skóp þennan sigur en Þórsarar áttu í mesta basli megnið af leiknum en þó gáfust aldrei upp. Hörður Axel Vilhjálmsson og Gunnar Ólafsson settu niður hvor 22 stig fyrir Keflavík en Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur hjá Þór með 16 stig. 

Keflavík - Þór Þ. 91:75

Blue-höllin, Úrvalsdeild karla, 9. desember 2018.

Gangur leiksins:: 4:2, 17:5, 24:10, 29:20, 34:27, 44:34, 50:35, 52:41, 54:47, 63:49, 67:53, 69:58, 75:61, 82:68, 87:69, 91:75.

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 22/7 fráköst/10 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 22, Michael Craion 20/12 fráköst/8 stoðsendingar/4 varin skot, Magnús Már Traustason 18/7 fráköst, Ágúst Orrason 3, Guðmundur Jónsson 2/4 fráköst, Elvar Snær Guðjónsson 2, Javier Seco 2.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Þór Þ.: Halldór Garðar Hermannsson 16/5 fráköst, Kinu Rochford 13/14 fráköst/7 stoðsendingar, Nikolas Tomsick 11, Emil Karel Einarsson 9/7 fráköst, Jaka Brodnik 9/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 8/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5, Styrmir Snær Þrastarson 2, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 2.

Fráköst: 24 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jóhann Guðmundsson.

Áhorfendur: 250

Keflavík 91:75 Þór Þ. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert