11 stig í röð (myndskeið)

Luka Doncic gætir Jóns Arnórs Stefánssonar í Helsinki.
Luka Doncic gætir Jóns Arnórs Stefánssonar í Helsinki. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Hinn 19 ára gamli Luka Doncic sýndi hvers hann er megnugur á lokakaflanum þegar Dallas Mavericks tókst að snúa erfiðri stöðu í sigur gegn Houston Rockets í NBA-deildinni um helgina. 

Eins og sjá má skoraði Doncic ellefu stig í röð og tók til við að tvista þegar forysta Houston var átta stig í síðasta leikhlutanum og innan við þrjár mínútur eftir.  

Doncic er nýliði í deildinni og var valinn þriðji í nýliðavalinu síðasta sumar. Doncic var fyrir löngu farinn að vekja athygli í Evrópu en á síðasta keppnistíambili varð hann Evrópumeistari landsliða með Slóvenum í september 2017 og Evrópumeistari félagsliða með Real Madrid í júní 2018. Doncic mætti Íslendingum á EM í Helsinki. 

mbl.is