Brynjar fékk góða hjálp úr stúkunni

Brynjar Þór Björnsson lætur vaða í leiknum sögulega gegn Breiðabliki.
Brynjar Þór Björnsson lætur vaða í leiknum sögulega gegn Breiðabliki. Ljósmynd/Bjarni Antonsson

Brynjar Þór Björnsson úr Tindastóli fékk góða aðstoð ofan úr stúku í fyrrakvöld þegar hann setti nýtt met í 3ja stiga körfum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik.

Brynjar var búinn að jafna met Franc Bookers frá 1991 með því að skora 15 þriggja stiga körfur gegn Breiðabliki í Smáranum, en var skipt útaf þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum.

Rúnar Birgir Gíslason, fyrrverandi stjórnarmaður KKÍ og stuðningsmaður Tindastóls, fór þá niður að bekk Sauðkrækinga og benti þeim á að Brynjar þyrfti að skora eina körfu enn til að slá metið. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, sendi hann aftur inná völlinn þegar tvær og hálf mínúta voru eftir og Brynjari tókst að skora sextándu körfuna og slá metið 75 sekúndum fyrir leikslok.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er að finna lista yfir þá leikmenn sem skorað hafa tíu þriggja stiga körfur eða fleiri í einum leik í efstu deild karla á Íslandsmótinu. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »