Hegðun Arnars til skoðunar

Arnar Guðjónsson.
Arnar Guðjónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aganefnd Körfuknattleikssambandsins mun taka fyrir hegðun Arnars Guðjónssonar, þjálfara karlaliðs Stjörnunnar, í leik Stjörnunnar og KR á dögunum. 

Dómaranefnd KKÍ kærði atvikið til aganefndarinnar sem mun væntanlega skoða málið á fundi í næstu viku samkvæmt því sem fram kemur hjá netmiðlinum Karfan.is sem fékk þetta staðfest hjá KKÍ. 

Arnar Guðjónsson gekk inn á miðjan völl þegar KR var í hraðaupphlaupi í leik liðanna í síðustu viku og fékk tæknivillu fyrir. Nú gæti hann átt yfir höfði sér leikbann. 

mbl.is