Elvar Már með þrefalda tvennu

Elvar Már Friðriksson átti frábæran leik fyrir Njarðvík í kvöld.
Elvar Már Friðriksson átti frábæran leik fyrir Njarðvík í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Tindastóll og Njarðvík, tvö efstu liðin í Dominos-deild karla í körfuknattleik, hrósuðu sigri í leikjum sínum í kvöld og styrktu stöðu sína á toppnum.

Tindastóll hafði betur gegn Skallagrími á heimavelli 89:73. Danero Thomas var stigahæstur í liði Stólanna með 17 stig og Dino Butorac skoraði 15. Tindastóll er þar með áfram fyrir ofan Njarðvík á toppnum en bæði lið hafa unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum. Aundre Jackson skoraði 18 stig fyrir Skallagrím og Domogoj Samac 17.

Njarðvík lenti í miklu basli með botnlið Breiðabliks en tókst að knýja fram sigur í lokin 108:103. Elvar Már Friðriksson fór á kostum með liði Njarðvíkur en hann náði þrefaldri tvennu, skoraði 40 stig, tók 11 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Christian Covile var atkvæðamestur í liði Blikanna með 26 stig og 10 fráköst.

Stjarnan gerði góða ferð í Grindavík og lagði heimamenn 92:99. Finninn Antti Kanervo skoraði 40 stig fyrir Stjörnumenn en Tiegbe Bamba skoraði 24 stig fyrir Grindvíkinga.

Njarðvík - Breiðablik 108:103

Gangur leiksins: 6:2, 8:14, 13:20, 19:29, 33:34, 41:40, 50:42, 53:53, 59:62, 66:66, 71:71, 78:84, 82:88, 93:91, 103:94, 108:103.

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 40/11 fráköst/12 stoðsendingar, Jeb Ivey 17/5 stolnir, Jón Arnór Sverrisson 13/5 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 11, Mario Matasovic 10/10 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 6, Julian Rajic 4, Kristinn Pálsson 4, Logi Gunnarsson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Breiðablik: Christian Covile 26/10 fráköst/5 stolnir, Sveinbjörn Jóhannesson 16/8 fráköst, Hilmar Pétursson 15/6 stoðsendingar, Erlendur Ágúst Stefánsson 13, Ragnar Jósef Ragnarsson 10, Snorri Vignisson 9/5 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 6, Árni Elmar Hrafnsson 6, Arnór Hermannsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 7 í sókn.

Tindastóll - Skallagrímur 89:73

Gangur leiksins: 6:2, 15:8, 21:14, 23:16, 26:21, 33:28, 39:33, 47:40, 52:43, 52:51, 56:54, 61:56, 69:59, 74:59, 80:66, 89:73.

Tindastóll: Danero Thomas 17/5 stolnir, Dino Butorac 15, Philip B. Alawoya 12/9 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 11, Helgi Rafn Viggósson 6/10 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Viðar Ágústsson 5/8 fráköst, Finnbogi Bjarnason 3, Hannes Ingi Másson 3/4 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn.

Skallagrímur: Aundre Jackson 19/7 fráköst, Domogoj Samac 18/9 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 9/4 fráköst/7 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 7/5 fráköst/7 stoðsendingar, Matej Buovac 6, Bergþór Ægir Ríkharðsson 5, Guðbjartur Máni Gíslason 4, Davíð Ásgeirsson 3, Kristófer Gíslason 2.

Fráköst: 26 í vörn, 5 í sókn.

Grindavík - Stjarnan 92:99

Gangur leiksins: 4:7, 10:9, 17:17, 24:23, 30:25, 33:33, 37:43, 44:52, 54:59, 62:65, 66:67, 75:71, 77:79, 79:84, 84:90, 92:99.

Grindavík: Tiegbe Bamba 24/10 fráköst, Lewis Clinch Jr. 18/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/8 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Jordy Kuiper 12/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 7, Hilmir Kristjánsson 2, Kristófer Breki Gylfason 2.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Stjarnan: Antti Kanervo 40/4 fráköst, Paul Anthony Jones III 20/9 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 18/12 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 9/6 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 8/9 fráköst, Dúi Þór Jónsson 2, Tómas Þórður Hilmarsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert