Flott frammistaða hjá Degi

Dagur Kár Jónsson.
Dagur Kár Jónsson. mbl.is/Eggert

Dagur Kár Jónsson átti skínandi leik með liði Flyers Wels þegar liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum í austurrísku bikarkeppninni í körfuknattleik í kvöld.

Dagur Kár lék í 29 mínútur og hann skoraði 20 stig, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í leiknum.

Dagur Kár gekk í raðir Flyers Wels frá Grindvíkingum í sumar.

mbl.is