Stórleikur hjá Anthony Davis

Anthony Davis #23 hjá New Orleans Pelicans sækir í leiknum …
Anthony Davis #23 hjá New Orleans Pelicans sækir í leiknum í nótt en Jerami Grant #9 hjá Oklahoma City Thunder reynir að verjast. AFP

Anthony Davis skoraði 44 stig og tók 18 fráköst þegar New Orleans Pelicans hafði betur gegn Oklahoma City Thunder 118:114 í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt.  

New Orleans er með 50% vinningshlutfall eftir þrjátíu leiki en Oklahoma hefur byrjað sannfærandi og unnið 17 leiki en tapað 9. Paul George skoraði 25 stig og tók 11 fráköst fyrir Oklahoma og Dennis Schröder skoraði 24 stig en hann lék gegn Íslandi á EM í Berlín 2015. 

Toronto Raptors undirstrikaði að þar er lið sem þarf að taka alvarlega með því að vinna meistarana í Golden State Warriors á útivelli 113:93. Golden State gat teflt fram sínum stærstu stjörnum en nokkuð hefur verið um meiðsli í herbúðum liðsins. Kyle Lowry var stigahæstur hjá Toronto með 23 stig en Kanadamennirnir voru án Kawhi Leonard. Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Golden State. Toronto er með betri stöðu en Golden State á þessum tímapunkti: 23 sigra en 7 töp. Golden State er með 19 stig en 10 töp. 

Úrslit: 

Charlotte - Detroit 108:107

Cleveland - New York 113:106

Indiana - Milwaukee 113:97

Philadelphia - Brooklyn 124:127

Washington - Boston 125:130

Memphis - Portland 92:83

New Orleans - Oklahoma 118:114

Dallas - Atlanta 114:107

Utah - Miami 111:84

Sacramento - Minnesota 141:130

Golden State - Toronto 93:113

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert