Valur stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur

Valskonan Heather Butlern sækir að körfu Keflavíkur í kvöld.
Valskonan Heather Butlern sækir að körfu Keflavíkur í kvöld. mbl.is/Hari

Valur vann magnaðan 101:94-sigur á Keflavík í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Keflavík mistókst þar með að vera eitt á toppi deildarinnar. Valur er nú með tólf stig, tveimur minna en Stjarnan sem er í fjórða sæti. Keflavík er ásamt Snæfelli og KR með 18 stig á toppnum. 

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en snemma í fyrsta leikhluta kom magnaður kafli hjá Val, sem skoraði 10 stig í röð og komst í leiðinni í  32:14. Valskonur bættu svo í forskotið hægt og örugglega í 2. leikhluta og var staðan í hálfleik 67:34, sem eru ótrúlegar tölur gegn liði sem vann níu leiki í röð fyrir leik kvöldsins.

Liðin skiptust á að skora í upphafi seinni hálfleiks og var staðan 77:44, þegar þriðji leikhluti var hálfnaður. Keflavík gekk illa að saxa á forskot Valskvenna sem voru mjög skynsamar í sínum leik. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var 83:55 og Keflavík þurfti á kraftaverki að halda. 

Keflavík minnkaði muninn í upphafi fjórða leikhlutans í 88:69 og munurinn var kominn niður í tólf stig skömmu fyrir leikslok, 100:88. Keflavík náði hins vegar ekki að ógna forskoti Valskvenna að ráði og sannfærandi heimasigur leit dagsins ljós. 

Valur - Keflavík 101:94

Origo-höllin Hlíðarenda, Úrvalsdeild kvenna, 14. desember 2018.

Gangur leiksins:: 2:4, 10:8, 16:13, 32:14, 38:17, 44:26, 54:31, 67:34, 69:36, 77:44, 81:50, 83:55, 86:67, 95:74, 100:85, 101:94.

Valur: Heather Butler 21/5 fráköst/7 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 19/7 fráköst/7 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 18, Ásta Júlía Grímsdóttir 14/10 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14, Simona Podesvova 7/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/6 fráköst/3 varin skot, Dagbjört Samúelsdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

Keflavík: Brittanny Dinkins 32/7 fráköst/9 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 18, Embla Kristínardóttir 12, Irena Sól Jónsdóttir 8, Erna Hákonardóttir 6, Bryndís Guðmundsdóttir 6/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 2.

Fráköst: 16 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Aðalsteinn Hrafnkelsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 100

Valur 101:94 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert