Óvæntur sigur Vestra á Haukum

Nebojsa Knezevic átti stórleik fyrir Vestra.
Nebojsa Knezevic átti stórleik fyrir Vestra. mbl.is/Árni Sæberg

Vestri vann afar óvæntan 87:83-sigur á Haukum í 16-liða úrslitum Geysisbikars karla í körfubolta í dag. Vestri er í fjórða sæti í 1. deild og Haukar í níunda sæti Dominos-deildarinnar. 

Haukar byrjuðu reyndar betur og voru með 27:23-forystu eftir fyrsta leikhlutann. Vestri tók þá við sér og vann næstu tvo leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 68:59, Vestra í vil. 

Þrátt fyrir að Haukum tækist að minnka muninn í fjórða leikhluta tókst þeim ekki að jafna og góður sigur Vestra varð raunin.

Nebojsa Knezevic átti stórleik fyrir Vestra og skoraði 36 stig og Nemanja Knezevic skoraði 17 stig. Kristinn Marinósson var stigahæstur hjá Haukum með 25 stig. 

Vestri - Haukar 87:83

Ísafjörður, Bikarkeppni karla, 16. desember 2018.

Gangur leiksins:: 5:8, 10:16, 17:20, 23:27, 30:30, 30:37, 38:40, 43:40, 51:46, 56:48, 63:50, 68:59, 72:66, 77:69, 79:79, 87:83.

Vestri: Nebojsa Knezevic 36/8 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Nemanja Knezevic 17/23 fráköst/7 stoðsendingar, Hugi Hallgrímsson 12, Hilmir Hallgrímsson 6/5 stoðsendingar, Gunnlaugur Gunnlaugsson 6/8 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 6, Egill Fjölnisson 2/4 fráköst, Haukur Hreinsson 2.

Fráköst: 37 í vörn, 12 í sókn.

Haukar: Kristinn Marinósson 25/4 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 21, Daði Lár Jónsson 8/7 stoðsendingar, Matic Macek 8, Haukur Óskarsson 7/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 6/6 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Adam Smári Ólafsson 3.

Fráköst: 22 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Jóhann Guðmundsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 778

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert