Betur fór en á horfðist hjá Þóru

Þóra Kristín Jónsdóttir í leik gegn Bosníu í síðasta mánuði.
Þóra Kristín Jónsdóttir í leik gegn Bosníu í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert

Þóra Kristín Jónsdóttir, leikstjórnandi Hauka og landsliðskona í körfubolta, var besti leikmaður vallarins í sigri Hauka á Grindavík í Geysisbikarnum í kvöld en hún var borin meidd af velli undir lokin.

Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka, sagði í samtali við mbl.is í kvöld að samkvæmt sjúkraþjálfurum væri óttast að Þóra Kristín hefði slitið hásin.

Sé raunin sú er um mikið áfall að ræða fyrir Þóru Kristínu og Hauka en hún hefur verið einn albesti leikmaður liðsins í vetur með 13,5 stig að meðaltali í leik, 6 fráköst og 5,5 stoðsendingar.

Uppfært: Eftir læknisskoðun er ljóst að báðar hásinar Þóru eru óslitnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert