Haukar og Keflavík verða í skálinni

Sigrún Björg Ólafsdóttir, hér gegn Val, skoraði 9 stig í …
Sigrún Björg Ólafsdóttir, hér gegn Val, skoraði 9 stig í kvöld fyrir Hauka. mbl.is/Eggert

Haukar þurftu að hafa verulega fyrir sigrinum á 1. deildarliði Grindavíkur í Geysisbikar kvenna í körfubolta í kvöld, 72:67. Bikarmeistarar Keflavíkur unnu efsta lið 1. deildar, Fjölni, hins vegar af miklu öryggi, 121:61.

Valur, ÍR, Stjarnan, Skallagrímur, Snæfell, Breiðablik, Keflavík og Haukar verða því í skálinni þegar dregið verður í 8-liða úrslit.

Grindavík byrjaði leikinn gegn Haukum betur og var 17:8 yfir eftir fyrsta leikhluta. Sóknarleikur Hauka lagaðist í 2. leikhluta en munurinn hélst sá sami og var staðan í hálfleik 36:27. Þóra Kristín Jónsdóttir gaf tóninn með þriggja stiga körfu í upphafi seinni hálfleiks og fljótlega höfðu Haukar jafnað metin og komist yfir, 45:39. Grindavík var þó yfir fyrir lokafjórðunginn, 50:48. Á lokakaflanum sýndu Haukakonur hins vegar af hverju þær spila deild ofar og tókst að halda Grindvíkingum frá sér.

Þóra Kristín Jónsdóttir var stigahæst Hauka með 25 stig en LeLe Hardy skoraði 10. Hjá Grindavík var Hrund Skúladóttir stigahæst með 22 stig en Ólöf Rún Óladóttir skoraði 19.

Keflavík fór illa með topplið 1. deildar, Fjölni, og skoraði tvöfalt fleiri stig – vann 121:61. Staðan eftir 1. leikhluta var 28:12 og 58:26 í hálfleik. Þrátt fyrir að sigurinn væri nánast í höfn gáfu Keflvíkingar ekkert eftir í seinni hálfleiknum. Fimm leikmenn Keflavíkur skoruðu meira en 10 stig í leiknum. Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst með 22 stig, Erna Hákonardóttir skoraði 21, Bryndís Guðmundsdóttir 16 og þær Telma Lind Ásgeirsdóttir og Katla Rún Garðarsdóttir 11 stig hvor. Hjá Fjölni voru Fanney Ragnarsdóttir og Anika Linda Hjálmarsdóttir með 11 stig hvor.

Haukar - Grindavík 72:67

Schenker-höllin, Bikarkeppni kvenna, 17. desember 2018.

Gangur leiksins: 2:2, 2:6, 4:10, 8:17, 10:22, 16:24, 24:30, 27:36, 36:36, 38:39, 45:45, 48:50, 50:54, 55:54, 69:63, 72:67.

Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 25/6 fráköst/5 stolnir, LeLe Hardy 10/7 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Sigrún Björg Ólafsdóttir 9/4 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 7, Magdalena Gísladóttir 6, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 4/7 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 14 í sókn.

Grindavík: Hrund Skúladóttir 22/10 fráköst/5 stolnir, Ólöf Rún Óladóttir 19, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 7/9 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 6/4 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 5/5 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 5/5 fráköst, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 3.

Fráköst: 32 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 40

Keflavík - Fjölnir 121:61

Blue-höllin, Bikarkeppni kvenna, 17. desember 2018.

Gangur leiksins: 5:0, 13:4, 24:10, 28:12, 35:12, 42:14, 49:16, 58:26, 63:28, 73:34, 80:38, 90:46, 96:53, 105:59, 115:61, 121:61.

Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 22/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 21, Bryndís Guðmundsdóttir 16/6 fráköst/7 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 11, Telma Lind Ásgeirsdóttir 11/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 8/6 fráköst, María Jónsdóttir 6/12 fráköst, Embla Kristínardóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Brittanny Dinkins 6/8 fráköst/7 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/4 fráköst/3 varin skot, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4.

Fráköst: 42 í vörn, 12 í sókn.

Fjölnir: Fanney Ragnarsdóttir 11, Anika Linda Hjalmarsdottir 11/4 fráköst, Fanndís María Sverrisdóttir 10/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdottir 8/7 fráköst, Birta Margrét Zimsen 7, Anna Ingunn Svansdóttir 7/4 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 5/4 fráköst, Margret Osk Einarsdottir 2/4 fráköst.

Fráköst: 19 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jóhann Guðmundsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert