Njarðvík tók síðasta sætið af öryggi

Elvar Már Friðriksson fer mikinn með Njarðvík þessa dagana.
Elvar Már Friðriksson fer mikinn með Njarðvík þessa dagana. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvík vann Þór Þorlákshöfn af öryggi á útivelli í kvöld, 96:76, í lokaleik 16-liða úrslita Geysisbikars karla í körfubolta.

Njarðvík varð þar með síðasta liðið inn í 8-liða úrslitin. Hin liðin sem verða í skálinni þegar dregið verður eru Stjarnan, Skallagrímur, Tindastóll, ÍR, KR, Grindavík og Vestri en síðastnefnda liðið er eina liðið utan úrvalsdeildar í 8-liða úrslitunum.

Elvar Már Friðriksson fór á kostum í Þorlákshöfn í kvöld og fylgdi vel eftir 40 stiga leik sínum gegn Breiðabliki í síðustu viku. Elvar skoraði 16 stig í fyrsta leikhluta og Njarðvík var 25:13 yfir að honum loknum en Þór tókst að jafna metin fyrir hálfleik með frábærum viðsnúningi, og var staðan 35:35 að honum loknum. Njarðvík náði aftur yfirhöndinni í 3. leikhluta og hélt Þór vel frá sér í lokaleikhlutanum.

Jeb Ivey var næststigahæstur hjá Njarðvík með 18 stig en Kinu Rochford var atkvæðamestur hjá Þór með 26 stig og 17 fráköst.

Þór Þ. - Njarðvík 76:96

Icelandic Glacial-höllin, Bikarkeppni karla, 17. desember 2018.

Gangur leiksins: 5:6, 7:17, 11:20, 13:25, 19:31, 31:33, 39:41, 45:45, 54:53, 61:57, 65:68, 68:75, 68:80, 72:88, 72:88, 76:96.

Þór Þ.: Kinu Rochford 26/17 fráköst/4 varin skot, Nikolas Tomsick 19/4 fráköst/9 stoðsendingar, Jaka Brodnik 10, Emil Karel Einarsson 8, Halldór Garðar Hermannsson 5, Davíð Arnar Ágústsson 2, Styrmir Snær Þrastarson 2, Ragnar Örn Bragason 2/7 fráköst, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 2.

Fráköst: 23 í vörn, 17 í sókn.

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 32/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jeb Ivey 18, Mario Matasovic 13/5 fráköst, Julian Rajic 12/5 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 8, Ólafur Helgi Jónsson 5/5 fráköst/3 varin skot, Kristinn Pálsson 5, Maciek Stanislav Baginski 3.

Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Ísak Ernir Kristinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert